Súlan er oft kölluð Drottning Atlandshafsins

23.2.2009 06:59:45

Súlan (Morus bassanus) er sjófugl sem heldur sig úti á rúmsjó nema yfir varptímann sem hefst í apríl, þegar hún sækir í klettaeyjar í Norður-Atlantshafinu og björg ´annesjum til að verpa. Hún er stærsti sjófugl Evrópu með vænghaf milli 170 til 180 sm og fuglinn sjálfur um 90 til 100 sm langur. Fræðinafn sitt dregur hún af eyjunni Bass Rock við Firth of Forth í Skotlandi.

Súlur eru einkvænisfuglar og trygglyndar við varpsetur þar sem parið heilsast með þanda vængi bringu að loknum vetri á úthafinu og strjúka saman nefjum og treysta hjúskaparböndin áður en varpið hefst. Súlur geta orðið nokkuð gamlar og er talið að þær verpi að meðaltali 12 sinnum. Ungfuglar eru dökkbrúnir fyrsta árið en lýsast með ári hverju þar til þeir verða kynþroska.

Til baka

dacoda.is